Eigandi hótelsins er kona komin aðeins yfir miðjan aldur. Hún hefur ekki alveg náð að tækla hugtakið þjónustulund, svo ekki sé meira sagt. Stundum vill hún allt fyrir okkur gera (en þó á svolítið hryssingslegan hátt) en aðrar stundir er hún sérlega afundin og liggur við að hún skammi okkur fyrir þá fífldirfsku að vilja fá sömu þjónustu í dag og í gær. Svo líða kannski 20 mínútur og þá er allt fallið í ljúfa löð aftur. Þetta er eitthvað sem við bara tæklum og okkur líður mjög vel hér á hótelinu.

Annars fórum við í Tívolí í dag. Það var náttúrlega hundleiðinlegt eins og við var að búast og krakkarnir voru að drepast úr leiðindum… djók! Auðvitað skemmtu þau sér konunglega, prófuðu flest tæki og fóru oft í sum tækin. Nokkrir fararstjórar brugðu sér líka í tækin. Sumir voru meira að segja svo fífldjarfir að ögra lofthræðslu sinni með því að fara í róluhringekjuna sem er efst uppi í háum turni – og að því loknu drifu þeir hinir sömu sig í brjálaðasta rússíbanann með öllum sínum snúningum. Krakkarnir öskruðu sig bókstaflega hása í rússíbönum og fallturnum, það var svo gaman hjá þeim. Svo verður bara að koma í ljós hvernig gengur með sönginn á morgun…

Bestu kveðjur heim!
Ásdís Huld

Comments

comments