Það seldist vel í fjáröflun okkar í þetta sinnið. Hins vegar kom upp einhver ruglingur við afhendinguna og í ljós kom að einhverja vantar vörur sem höfðu verið pantaðar. Póstur hefur verið sendur á alla vegna þessa og vonumst við til að allir sjái sér fært að endurtelja afhendar vörur. Komi upp einhverjar villur – þ.e.a.s. ef einhver er með of mikið þá endilega látið Guðnýju Birnu eða Ásdísi Huld vita eins fljótt og hægt er svo hægt sé að leiðrétta. Hægt er að senda svör á fjaroflun@korar.is

Næsta fjáröflun er ekki fyrirhuguð fyrr en seinni hluta apríl mánaðar en allar hugmyndir eru vel þegnar og skulu þær sendast á fjaroflun@korar.is

Comments

comments