Í tilefni af fyrirhugaðri Danmerkurferð Unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju var ákveðið að setja upp upplýsingavef. Á þessum vef verður að finna eitt og annað sem viðkemur kórnum. Auglýstar verða fjáraflanir, tónleikar og annað sem er á döfinni. Vefurinn er ekki bara ætlaður unglingakórnum heldur öllum kórunum sem falla undir Barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju.

Þessa dagana eru nokkrir félagar úr kórnum að syngja á Frostrósatónleikaröðinni í Hörpu auk þess sem talsvert fleiri syngja með Frostrósunum í Reykjanesbæ. Endilega verið dugleg að fylgjast með og sendið okkur myndir ef þið eigið að kórnum í starfi eða leik.

Framundan eru spennandi tímar og allir í banastuði fyrir danmerkurferðina fyrirhuguðu.

Comments

comments