Þá er komið að síðustu fjáröflun Unglingakórsins fyrir Ungverjalandsferðina. Við höldum okkur við WC pappír og eldhúsrúllur og plastpoka frá Olís og flatkökur, kleinur, snúða og pizzur frá HP flatkökum, en þetta eru allt vörur sem við höfum verið með áður og selt vel af.

Skiladagur pantana er mánudagurinn 25. maí (annar í hvítasunnu) og afhending varanna verður fimmtudaginn 28. maí.

Nánari upplýsingar um vörurnar hafa verið sendar með tölvupósti.

Til viðbótar þessu ætlum við að leggja til að hver og einn verði með sína eigin lakkrísfjáröflun í næstu viku, sem er

   V I K A !!!!!

Þið farið í Góu og kaupið eins mikið af lakkríspokum á 600 krónur og þið treystið ykkur til að selja og gangið svo með þetta í hús og seljið á kr. 1.000.

Nú er bara að bretta upp ermar og nota síðasta tækifærið til að ná sér í farareyri!!!

Comments

comments