Á sunnudaginn 10. maí kl. 11 er vorhátíð kirkjunnar þar sem Barna og unglingakórinn kemur fram ásamt þeim sem hafa sinnt æskulýðsstarfi kirkjunnar. Mæting til upphitunar er fyrir unglingakór kl. 10:00 og Barnakór kl. 10:15. Eftir stutta dagsskrá í kirkjunni verður farið út í góða veðrið, ýmis útileikföng verða á svæðinu m.a. bátar á tjörninni, hoppukastali, snú snú og fl. Boðið verður upp á andlitsmálningu, grillaðar pulsur og drykki. Allir velkomnir!

Mánudaginn 11. maí kl. 17:30-18:30 verða Vortónleikar Barna- og unglingkórsins í Hafnarfjarðarkirkju. Barnakórinn mætir til upphitunar kl. 16:50 en unglingakórinn kl.16:30 í sumarlegum klæðnaði. Allir velkomnir! Frítt verður inn en tekið verður við frjálsum framlögu

Comments

comments